08

Menntamál

Líkt og fyrri ár hafa Samtök atvinnulífsins látið sig menntamál varða með það að leiðarljósi að skapa traustan grundvöll til frekari þróunar og eflingar íslensks atvinnulífs. Lykilatriði er að fjárfest sé í réttri menntun og færni. Vaxandi misræmi á milli menntunar og starfa á vinnumarkaði hefur ýmis neikvæð áhrif í för með sér, til dæmis í formi efnahagslegs kostnaðar. Færniþörf á vinnumarkaði var yfirskrift Menntadags atvinnulífsins þar sem greining SA og aðildarsamtaka hlaut brautargengi og ýtti við mikilvægri framvindu hjá stjórnvöldum.

Færniþörf á vinnumarkaði

Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í tíunda sinn undir yfirskriftinni Færniþörf á vinnumarkaði. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. 

Á fundinum kynntu SA og aðildarsamtök greiningu á eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða einfaldlega í fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og efnahagslífi verði minni en ella hefði orðið.

Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð, breytingar varðandi dvalar- og atvinnuleyfi erlends starfsfólks og öðru sem aukið gæti sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði gagnast best ef ákvörðunin er byggð á áreiðanlegum gögnum. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, kynnti niðurstöðurnar í öflugu erindi um færniþörf á vinnumarkaði.

Dagskrá dagsins var fjölbreytt en á meðal þeirra sem komu fram, ásamt Önnu Hrefnu voru:

Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins og Vaxtarsprotar OR hlutu Menntasprota ársins.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa lónsins, Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa lónsins og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.

Bláa lónið er menntafyrirtæki ársins 2023

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi, Vala Jónsdóttir, mannauðsleiðtogi, Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi OR, Kristrún Pétursdóttir, mannauðssérfræðingur og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.

Vaxtasprotar OR hljóta Menntasprotann 2023

Hér má horfa á Menntadaginn í heild sinni:

Takk fyrir komuna á Menntadag atvinnulífsins:

>> Menntadagur 2023 í myndum

Kveikjum neistann

Guðni Th. Jóhannessson, forseti Íslands heilsar upp á börnin í skólaverkefninu Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum.

Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands undirrituðu þann 1. júní 2021 samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar (e. Research Center for Education and Mindset) sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið HÍ.

Rannsóknir á vegum setursins beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla.

Við sama tækifæri var undirritaður samningur um fyrsta verkefnið sem rannsóknarsetrið mun standa að í samvinnu við Vestmannaeyjabæ og Samtök atvinnulífsins undir yfirskriftinni Kveikjum neistann. Líkt og yfirskriftin ber með sér er markmiðið að rækta áhuga og gróskuhugarfar hjá nemendum. Samhliða þessu er markmiðið að nálgast þjálfun í grunnfærni, til að mynda í lestri, öðru vísi en nú er gert. Markmiðið er að auka færni, áhuga og vellíðan nemenda.

Vísindagrein gefin út um Kveikjum neistann

Vísindagrein um Kveikjum neistann, sú fyrsta í alþjóðlegu tímariti.

Í desember 2022 birtist vísindagrein um rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann í alþjóðlegu tímariti í fyrsta sinn en í henni er m.a. fjallað um árangurinn eftir fyrsta árið. Höfundar greinarinnar eru Hermundur Sigmundsson, Helga Sigrún Þórsdóttir, Herdís Rós Njálsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín.

Greinina má nálgast hér.

Enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju. Leggja ætti áherslu á að skima eftir styrkleikum einstaklinga fremur en veikleikum og næra þá.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA skrifaði um verkefnið.

Málþing Kveikjum neistann fór fram með viðhöfn í Vestmannaeyjum 27. október 2022

Ungir frumkvöðlar

Sigurvegarar 2022

Líkt og síðustu ár tók SA þátt í og studdi við alþjóðlega verkefnið Ungir frumkvöðlar. Með verkefninu er ungt fólk í framhaldsskólum hvatt til að leggja fram hugmyndir um nýjungar sem gætu orðið grunnur að fyrirtækjum. Leiðbeinendur á vegum verkefnisins hafa séð til þess að nemendur hljóti aðstoð við að þróa hugmyndir sínar og við gerð viðskiptaáætlunar. Verkefnin eru kynnt á sýningu sem haldin er um vorið og bestu hugmyndirnar eru verðlaunaðar. Auk þess eru þær hugmyndir sem skara fram úr valdar til að taka þátt í samevrópskri keppni. Á þessum vettvangi hefur orðið til fjöldi hugmynda og verkefna og nokkur hafa orðið að lífvænlegum fyrirtækjum.

Stjórnir og ráð

Samtök atvinnulífsins eiga í góðu samstarfi við fjölda aðila um framþróun og mikilvæg verkefni í íslensku menntakerfi. Fulltrúar samtakanna sitja til að mynda víða í stjórnum og nefndum þar sem áhersla er lögð á stöðuga þróun og nýsköpun í menntun með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja og íslensksatvinnulífs. Grunnurinn í þessari vinnu eru sjónarmið og þarfir atvinnulífsins til lengri og skemmri tíma og þau áherslumál sem SA hefur mótað og sett fram varðandi menntamál. 

Á meðal þeirra stjórna sem SA á fulltrúa í eru Tækniþróunarsjóður, vísinda- og tækniráð, Háskólinn í Reykjavík, fulltrúaráð Bifrastar og Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar. SA á einnig fulltrúa í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fræðslusjóðs, Vinnustaðanámssjóðs og nokkurra starfsmenntasjóða á borð við SVS, Starfsafl, Landsmennt og menntunarsjóð Stjórnendafélags Íslands.